Ég verð staddur á Langa Manga næst komandi helgi, þ.e 21. og 22. september. Þar mun ég verða bæði kvöldin ásamt gítarnum mínum.
Var einmitt á Langa í hádeginu og fékk þessa frábæru íslensku kjötsúpu, sem hún Ylfa töfrar fram á hverjum miðvikudegi.
Ég át súpu einmitt með honum Bigga mági mínum sem kom keyrandi í nótt á nýjum bíl. Fékk sér Cooper Mini. Helvíti nettur.
Það má líka fylgja með að hann er með til sölu Gibson Firebird rafmagnsgítar til sölu. Þú þarft ekkert að kunna á gítar, því þetta er þannig gítar að þú getur vel bara hengt hann upp á vegg. Tékkið á stráknum bix@bb.is
Athugasemdir
Áritar þú í leiðinni?
Hamar, 19.9.2007 kl. 14:33
Árita....hmmm
Ég gæti áritað glasamottur:o)
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 16:04
Þú verður þá að koma með glasamotturnar sjálfur =oD
Hjördís Þráinsdóttir, 21.9.2007 kl. 15:42
kjotsúpa ER góð.......
Ylfa Mist Helgadóttir, 27.9.2007 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.