Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég get nú ekki orða bundist finnst fólki það virkilega sniðugt þegar 100 kindur drukkna.

Ég er alin upp í sveit og veit vel að þetta er hreint og beint slys það vita allir að það er ekki hægt að stoppa kindahóp sem er komin á skrið.

Og að endingu það heyrir orðið til undantekninga að fólk sé drukkið í réttum.

Ég vona að mennirnir sem voru í leitum jafni sig á þessum ósköpum og einnig þeir bændur sem kindurnar áttu

Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2007 kl. 17:25

2 Smámynd: Sigurjón

Það heyrir reyndar til undantekninga að fólk drekki ekkert í réttunum heima (Skaftholtsréttir).  Þó eru það nokkrir.  Það hins vegar kemur þessu í raun ekkert við.  Ófullir eður ei, menn stoppa ekkert svona stóran smala þegar hann er á annað borð farinn af stað.  Kindurnar eru sauðþráar...

Sigurjón, 14.9.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Sigurjón

...og að sjálfsögðu er kjötið ekki étið þegar kindurnar eru ekki skornar strax eftir að þær drepast.

Það var gert í Breiðafirðinum í gamla daga, þegar kindur lentu á flæðiskeri og drukknuðu, að þær voru soðnar í kæfu, svk. sjókæfu.  Það var viðbjóður og bara til að lifa af. 

Sigurjón, 14.9.2007 kl. 19:49

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég veit nú ekki hvort það heyrir til undantekninga að fólk sé drukkið í réttum - hef farið þrisvar eða fjórum sinnum og brennivínið flaut í meira magni en á laugardagskvöldi á Dubliner í öllum tilfellum. Reyndar eru nokkur ár síðan.

Ingvar Valgeirsson, 15.9.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband