Nei djók!
En ég verð hins vegar helgina 21. og 22. september, á Langa Manga. Kannski brotni undan mér stóllinn og ég græt inn í eldhúsi á Langa. Ætti ég að hafa hárið dökkt eða ljóst? Ætli sé nóg að tala bara við Villa Valla samdægurs?
Svo var ég að spá. Nú höfum við fengið Bobby Fisher til landsins og Aron Pálma. Báðir miklir Íslandsvinir. Það er spurning hvort sömu samtök sem komu þeim til landsins, geti komið greyið Britney Spears til landsins??
Annars er búið að vera voðalega eitthvað mikið að gera.
Á síðasta miðvikudag fór ég suður vegna vinnunnar. Gisti hjá Siggu og Valla. Fékk þessa svakalegu kalkúnasúpu, sem ég er eiginlega enn að hugsa um. Sigga hentu í mig c.a uppskriftinni:o) Og eftir að hafa fengið þetta góða maísbrauð, þá langar mig í brauðvél!
Dagurinn eftir fór í fundarhöld. Frá 8:30 til 16:30. Eftir það bættist í hópinn og okkar ástkæri forstöðumaður hélt smá tölu og bauð Jón Gnarr velkominn. Mikill hlátur braust út þegar hann birtist og heilsaði. En svo hélt hann örlítið langa tölu um húmor. Fyndinn á köflum. Kannski var maður bara þreyttur og langaði í bjór og eitthvað að borða. Enda var boðið upp á bjór og snittur.
Svo var tölt yfir á Vínkjallarann. Þar tók á móti okkur maður sem var svona blanda af Pétri Jóhanni grínara og Guðjóni Pé fyrrverandi sérfræðingi hjá Símanum. Þessi drengur hélt fína vínkynningu/smökkun. Þar sem ég smakkaði 8 teg af hvítvíni og 8 tegundir af rauðu. Úff ég er ekki fyrir svona léttvín. Þetta skaut nokkra strax í hausinn og voru orðnir hressir snemma. Svo var okkur ekið á Stokkseyri og rölt í gegnum draugasetrið. Hefði verið betra ef við hefðum farið færri í gegn og verið meira edrú. Svo var farið á staðinn Við fjöruborðið, og þar var allt vaðandi í humar og hvítvíni.
Daginn eftir fannst mér allt lykta og bragðast eins og léttvínið sem við smökkuðum. Tannkremið smakkaðist eins og hvítvín og handsápan lyktaði eins og rauðvín.
Spears sögð hafa grátið baksviðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tónlist | 12.9.2007 | 08:56 (breytt kl. 10:12) | Facebook
Athugasemdir
Ég bara vona að þú komir ekki fram í svipuðu outfitti og samstarfskonan þín hún Britney, þó þú sért myndarlegur þá þýðir það ekki að þú sért "myndarlegur"
Fulltrúi fólksins, 12.9.2007 kl. 10:15
Hefuru mætt á Langa? Það hefur enginn kvartað ennþá hoho!
Spurning að kaupa sér samfesting eins og Elvis.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 12.9.2007 kl. 11:12
Var þessi ofneysla áfengis ástæðan fyrir því að þú mættir ekki á Döbb sl. fimmtudag?
Ingvar Valgeirsson, 12.9.2007 kl. 13:20
Kom bara of seint í bæinn og allt lokað:o)
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 12.9.2007 kl. 16:09
Jújú ég hef komið og heyrt þig spila á Langa...þú hefur ekki klikkað hingað til en ég veit ekki hvort einhverjir búningar myndu upphefja lookið þitt...ekki nema til að vekja meiri athygli á sjálfum þér, þú fengir eflaust birtar myndir af þér í BB. Þetta er kannski ekki svo slæm hugmynd, skella sér í Elvisbúning, taka 1-2 slagara með honum og bjóða ljósmyndara BB á staðinn? Öll umfjöllun er góð umfjöllun (sbr. símaauglýsingin)
Fulltrúi fólksins, 12.9.2007 kl. 22:55
Hver er eiginlega fulltrúi fólksins??
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 08:54
Ég er bara einn af þessum sem eru á "bakvið" í bænum. Vil helst hafa það þannig áfram. En ég hef hitt þig, talað við þig og keypt af þér vöru/þjónustu. Enda held ég að annað sé ekki hægt þar sem þú vinnur hjá þannig fyrirtæki
Fulltrúi fólksins, 13.9.2007 kl. 09:32
úúú dularfulli bloggarinn
Bíð eftir dularfullum skilaboðum um lífið hér á Ísafirði. Kannski underground information.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.