Rútínan í pulsuendanum

SysturNú eru flestir í fjölskyldunni að detta inn í þessa rútínu aftur. Sofa á skikkanlegum tíma og vakna hressir. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn byrjaður í leikskóla. Bætist á leikskólagjöldin!
Vorum alla síðustu viku í borginni. Ég var mest í húsföðurshlutverkinu. Sæunn var í skólanum sínum allan tímann.  Við dunduðum okkur ýmislegt.  Fórum í IKEA, Húsdýragarðinn og niður að Tjörn að gefa hinum helstu fuglum borgarinn brauð.  Ansi gæfar dúfurnar þarna. Þær settust t.d bara á höndina á mér og átu úr lófanum.
Í IKEA var verslað meira. Fyrr í mánuðinum versluðum við tonn af húsgögnum.

Í næstu viku fer ég aftur til borgarinnar og þá einn. Verð mest innilokaður á fundi allan daginn. Strax eftir það fer ég í einhverja óvissu með yfirmönnum sölu. Væntanlega eitthvað að borða og drekka.

Það er farið að dimma svo á kvöldin. Frekar notalegt en þessi rigning má alveg fara í pásu.
Fólk sést út um allar hlíðar í berjamó. Er búinn að fara einu sinni til mömmu og sníkja bláber út í rjóma. Fékk einnig krukkur af rabbabarasultu.

Bætti við nokkrum myndum í myndasafnið. Er ekki nógu duglegur við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband