Já sælt veri fólkið!
Er að vinna 4. vinnudag eftir langt sumarfrí. Maður þyrfti aðlögun eins og börnin. Maðu er frekar ryðgaður eitthvað. Talandi um aðlögun, þá var Elma Katrín yngri dóttir mín að byrja á leikskóla og er í aðlögun þessa dagana. Hún verður 1 árs á þriðjudaginn.
Síðustu vikur eða mánuður hefur verið fullbókaður. Júlí rann inn á dagatalið í rólegheitum, en á 5. degi vorum við komin með húslykla að Stórholtinu. Renndum samt suður með fjölskylduna og skelltum okkur í brúðkaup hjá Stínu systur. Fín athöfn og flott veisla. Ég steig á stokk ásamt bróður brúðgumans og gabbaði Óttar frænda á svið með tambúrínu. Meiri segja Kristín systir var dregin á svið. Og ekki er hún þekkt fyrir söng. En það er ýmislegt hægt á svona degi.
Strax eftir brúðkaupshelgi var farið að kaupa málningu og þar sem ég var ekki kominn í sumarfrí, sleit þetta svolítið hjá manni málningarvinnuna. En með góðri hjálp frá tengdó og Bigga mág, þá rann þetta fínt á nokkrum dögum. Tengdapabbi sá um málningarvinnu og tengdamamma passaði. Mamma og pabbi voru löglega afsökuð út á Tyrklandi. Ég hef aldrei málað svona stóra íbúð áður. Þetta tók ágætlega á. Sæunn hélt því fram að við gætum flutt og málað á 2 dögum. Það vantar aldrei bjartsýnina í hana.
Svo kom að því að tæma bílskúrinn hjá mömmu og pabba og flytja búslóðina okkar í næstu götu. Þar fengum við líka fína hjálp. Ó hvað ég var feginn þegar þetta var búið. En svo tók við kassatæmingar. Gaman að finna dótið sitt eftir 2 mánuði. Þegar maður kemur í stærra húsnæði, þá skortir húsgögn. Þá var fínt að hringja í IKEA. Í millitíðinni mætti pabbi og hjálpaði mér að bora og skrúfa upp hitt og þetta. Mest hlutir sem ekki er gott að hrynji niður eftir að hafa verið hengt upp. Eins og stórir speglar eða flatskjáir.
Í gær fengum við síðustu hlutina frá IKEA. Og meirihlutinn skrúfaður saman.
Hey já, við fórum líka á magnað ættarmót í Heydal inn í Ísafjarðardjúpi. Hresst lið og gaman.
Verslunarmannahelgin leið hljóðlega áfram. Spilaði á Langa með Hávarði á föstudeginum, svo var bara rólegt eftir það. Kíktum á mýrarboltann inn í Tungudal á sunnudeginum, og endaði svo í smá mótorhjólaferð með Bigga.
Eina sem mér hefur ekki tekist að gera í sumar, er að fara í útilegu (útileigu eins svo margir segja). Hefði líka viljað fara meira í golf. En sumarið er ekki búið enn.
Athugasemdir
Ég var alvarlega farin að hugsa um það að svipta þig "daglega" titlinum. Þannig að þú fengir bara að vera Denni en ekki daglegur Denni:)
Takk fyrir samveruna, og ég get alveg lánað ykkur Bigga meira ef ykkur vantar;) hjéhjé
Helga Margrét Marzellíusardóttir, 11.8.2007 kl. 03:01
Klikkuð þessi kjelling sem þú átt! Að halda að það sé hægt að mála á 2 dögum...
Sæunn (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.