Bítlarnir strekktir upp

beatlesBítlarnir komu heilir á húfi frá Kína fyrir stuttu síðan. Sendi þá í strekkingu og eru þeir tilbúnir til að hengjast upp á vegg.  Fengum einmitt lyklana á síðasta fimmtudag að íbúðinni okkar. Stefnum á að byrja að vinna í henni í vikunni.

Síðasta laugardag gengu Kristín systir og Hálfdán í heilagt hjónaband. Heppnaðist dagurinn ansi vel að mati allra.

Þegar við komum svo keyrandi frekar seint í gærkvöldi, ákvað ég nú að sinna gullfiskunum sem mamma og pabbi eiga. Þegar ég kem að búrinu sé ég að það vantar annan gullfiskinn í búrið. Ég kalla á Sæunni og bið hana um að staðfesta það að það sé bara einn gullfiskur í búrinu. Það voru allir sammála um það. Þá fórum við á fullt að leita að í kringum búrið, til að sjá hvort það lægi þar fiskur á þurru landi. Sturtuðum úr leikfangakössum sem stóðu fyrir neðan búrið, svo að börnin færu nú ekki að finna uppþornaðan fisk í dótinu sínu. Hveri fannst fiskurinn. Þá vorum við á því að hinn hafi étið hann.
Hringdi svo í morgun í mömmu og spurði hvað það ættu að vera margir gullfiskar í búrinu. Þá kom í ljós að hinn dó víst fyrir einhverju síðan, og gleymst að tilkynna andlátið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Til lukku með Bítlana og samhryggist með gullfiskinn.

Ingvar Valgeirsson, 9.7.2007 kl. 17:31

2 Smámynd: Linda Pé

Fott málverk !!

...og til hamingju með nýju íbúðina!

Linda Pé, 10.7.2007 kl. 09:21

3 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Til hammó með íbúðina og systur þína, já og málverkið.

Hjördís Þráinsdóttir, 10.7.2007 kl. 18:07

4 identicon

Til lykke með íbúðina gaman að fá ykkur hingað fjörðinn hehe.

Erna Björk (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 19:40

5 Smámynd: Guðlaug Margrét Steinsdóttir

klukk

Guðlaug Margrét Steinsdóttir, 15.7.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband