Ég er reglulegur gestur á Ebay. Þar hef ég keypt allt mögulegt. Föt, hljóðfæri, íhluti í hljóðfæri, málverk ofl. Fyrst þegar ég fór að skoða Ebay, var dollarinn 120 kr! Svo þegar hann fór að lækka, byrjaði ég að versla. Í þessum mánuði keypti ég bleikt golfsett fyrir Svövu og málverk í Kína fyrir veggina á nýju íbúðinni minni.
Fyrst gekk ég frá kaupum á málverkinu 8 júní. Og átti það að fara af stað eftir þá helgi, eða 11. júní. Smámisskilningur átti sér stað í 1 og hálfan dag. Þannig að þetta fer af stað 14 júní frá Hong Kong, fer í gegnum Dubai og endar í morgun, þann 19. júní á Íslandi. Það er bara ansi fínn tími. En hvernig málverkið á eftir að líta út........Skulum bara sjá til. Fyrir forvitna, þá er það í 4 bútum, svona sería. Þetta eru Bítlarnir að labba yfir Abbey Road, og hver Bítill á sínum fleti. Um það bil meter á breidd í heildina og c.a 40 cm á hæðina. Þetta verður örugglega töff.
Svo er bara að bíða eftir golfsettinu frá Bandaríkjunum.
Athugasemdir
Nice... ég er líka komin á nema ég er í eitthverjum vandræðum með paypal dæmið og allt í kleinu. En kannski er það bara gott mál... Ég var farin að missa það þarna. Pínku pons.
Marta, 20.6.2007 kl. 02:26
Bítlamyndir - flott!
Ingvar Valgeirsson, 29.6.2007 kl. 17:57
úúú bleikt golfsett :-P Hún verður flott stelpan! Lýst líka vel á Bítlamyndinar!!
Ps. ég hef aldrei pantað neitt á e-bay né amazon! :-O
Linda Pé, 2.7.2007 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.