Nú eigum við hvergi heima! Við losuðum íbúðina sem við leigðum, á laugardaginn. Tókum það stærsta á risa snjósleðakerru í 2 ferðum. En ég, pabbi og Hálfdán höfðum farið kvöldið áður líka. Á laugardaginn fengum við líka hjálp frá Hjalla bróður. Öllu var troðið í bílskúrinn hjá mömmu og pabba.
Við ætluðum að flytja inn á mömmu og pabba í dag. En Kristín systir og fjölskylda frestuðu suðurferð þangað til á morgun, því Eiður Sölvi var orðinn veikur.
Elma Katrín hefur legið í veikindum síðustu daga. Endalaust kvef og hiti. Þetta hjálpar ekki mikið til. Allir orðnir svolítið þreyttir eftir að hafa verið að pakka niður síðustu daga og tæma. Eigum eitthvað eftir af smádóti í íbúðinni, ásamt á ég eftir að losa sjónvarpið af veggnum. OG svo eru þrif eftir.
Við ætluðum að flytja inn á mömmu og pabba í dag. En Kristín systir og fjölskylda frestuðu suðurferð þangað til á morgun, því Eiður Sölvi var orðinn veikur.
Elma Katrín hefur legið í veikindum síðustu daga. Endalaust kvef og hiti. Þetta hjálpar ekki mikið til. Allir orðnir svolítið þreyttir eftir að hafa verið að pakka niður síðustu daga og tæma. Eigum eitthvað eftir af smádóti í íbúðinni, ásamt á ég eftir að losa sjónvarpið af veggnum. OG svo eru þrif eftir.
Athugasemdir
Vá, hvað ég öfunda þig... NOT! :D
Marta, 29.5.2007 kl. 00:32
hvað meinaru stelpa?;)
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 29.5.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.