Vaknaði illa sofinn í sól, í morgun. Skoppuðum í leikskólann, ég og Svava Rún. Auðvitað vildi hún fara í pils og pæjubol. Skilaði henni í leikskólann og rölti svo í sól og blíðu í vinnuna.
Átti ágætiskvöld í Kjallaranum í Einarshúsi á laugardaginn. Sumir voru svolítið á því að horfa á kosningasjónvarpið á staðnum. Þannig að ég skokkaði upp á næstu hæð með græjurnar og fékk í staðinn þvílíka plássið og notalegt umhverfi með málverkasýningu Reynis Torfa á veggjunum.
Keyrði heim örþreyttur og lagðist á koddann rétt fyrir 4.
Já og til að tala um kosningar, þá vann Serbía Júróvision.
Athugasemdir
"Já og til að tala um kosningar, þá vann Serbía Júróvision"
Bwahahahahaha!
Marta, 14.5.2007 kl. 12:24
Þú sefur aldrei neitt maður! Hvörslags er þetta eiginlega?
Hjördís Þráinsdóttir, 14.5.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.