Sól sól skín á mig

Vaknaði illa sofinn í sól, í morgun. Skoppuðum í leikskólann, ég og Svava Rún. Auðvitað vildi hún fara í pils og pæjubol. Skilaði henni í leikskólann og rölti svo í sól og blíðu í vinnuna.
Átti ágætiskvöld í Kjallaranum í Einarshúsi á laugardaginn. Sumir voru svolítið á því að horfa á kosningasjónvarpið á staðnum. Þannig að ég skokkaði upp á næstu hæð með græjurnar og fékk í staðinn þvílíka plássið og notalegt umhverfi með málverkasýningu Reynis Torfa á veggjunum.
Keyrði heim örþreyttur og lagðist á koddann rétt fyrir 4.

Já og til að tala um kosningar, þá vann Serbía Júróvision.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta

"Já og til að tala um kosningar, þá vann Serbía Júróvision"

Bwahahahahaha!

Marta, 14.5.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Þú sefur aldrei neitt maður! Hvörslags er þetta eiginlega?

Hjördís Þráinsdóttir, 14.5.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband