Aftur í normið

Ég pakkaði mér saman í gær og lá í hýði. Er ekki frá því að ég sé betri. Vantar bara alltaf upp á svefninn í lok nætur. Vakna upp og er á milli svefns og vöku.
Páskarnir voru fínir. Mikið borðað en hefði viljað slaka meira á. Kom að sunnan kortér í páskafrí, liggur við. Þurfti að mæta í vinnu á Skírdag og taka á móti 3 brettum af markaðsdóti. Svo var vinna á laugardeginum, með rokki og róli.
Svo spilaði ég náttúrulega eftir miðnætti á föstudaginn langa. Átti bara mjög fínt kvöld í Kjallaranum í Bolungarvík. Fór svolítið neikvæður af stað. Því ég hef átt slæm kvöld þar. Átti mitt skemmtilegasta kvöld í víkinni fyrr og síðar. Hlakka til að koma þangað aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilega skemmtun í víkinni á föstudaginn langa! Bið að heilsa "nöfnu minni" og auðvitað hinum stelpunum á heimilinu ;) 

kær kveðja frá Ak.

Katrín Dröfn 

Katrín Dröfn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 20:42

2 identicon

Ég var einmitt þarna í kjallaranum ámiðvikudeginum fyrir páska en vissi ekki að þú ættir að spila þar eftir miðnætti á föstudaginn langa

Guðmundur Heiðar Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Marta

Jæja þá er marr búin að sjá þig spila loksins. Sorry að ég fór í hléinu, ég var bara búin á því. En þetta mjög skemmtilegt og HEY þú tókst lagið með Hjálmum, takk fyrir það! Ég lofa að spila seinna. ;)

Marta, 22.4.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband