Fullur af kvefi

Nei, hljóðkerfið var ekki bilað á Langa Manga í gær. Heldur hljómaði ég svona bara. Ég mætti frekar bjartsýnn í gær og byrjaði að spila. Var frekar kvefaður. Náði smá hita í mig og náði að spila eitthvað. Á tímabili þurfti ég að tjúna gítarinn niður um hálftón til að geta sungið. Sumt gat ég hreinlega ekki sungið. Fólk var almennt ölvað virtist vera sama. Tók pásu og átti í erfiðleikum með að byrja aftur. Hálf 2 tók ég aðra pásu og settist ekkert aftur.
Þannig að ég mæti ekki í kvöld til að spila. Ætla ekki að gera fólki það, að syngja eins og geldur kjúklingur. Sendi Sæunni út í sjoppu til að taka mynd. Svo er þáttur Jóns Ólafs í kvöld, þar er þemað Vesturland og Vestfirðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svona kemur annað slagið fyrir. Man hvað ég varð miður mín þegar þetta kom fyrr mig fyrst, en svo áttaði ég mig á því að maður getur jú alltaf fengið flensu.

Ingvar Valgeirsson, 25.3.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband