Rakst á gamlann félaga úr Verkmenntaskólanum, á netinu. Örri heitir hann. Við sátum oft og spjölluðum í frímútum í VMA á sínum tíma. Fengum okkur örugglega nokkra bjóra líka:).
Svo bjó hann beint á móti mér með henni Gíslínu, í Sigluvoginum. Í Akureyrarferðinni rakst ég einmitt á strák sem hékk oft í kringum þetta lið á sínum tíma í VMA, og vorum einmitt að tala um hvað hafi orðið um hina og þessa. Og þar var einmitt Örri nefndur. Poppar hann svo bara upp á síðunni minni með komment.
Í dag er hann prestur í Vestmannaeyjum. Nokkuð flott hjá Örra. Mig langar í svona kraga Örri!
Flokkur: Trúmál og siðferði | 22.3.2007 | 12:54 (breytt kl. 12:56) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.