Eftir lítinn svefn þarsíðustu nætur, ákváðum við fjölskyldan að fara snemma í bólið í gærkvöldi. Þegar ég er að tannbursta mig mundi ég allt í einu eftir einu. Stekk fram með tannburstann upp í mér og segi á mjög bjagaðri íslensku: "eimumeptiaklara kattaskiptuna!!" (eigum eftir að klára skattaskýrsluna). Sæunn: "Ha? kattaskinkuna???" Ég skolaði og leiðrétti málin. Kveikti aftur á tölvunni, náði í veflykilinn, og kláraði þetta. Fatta sjaldnast hvort ég sé að fá til baka eða borga. En ég þarf aldrei að borga neitt. Bara minni barnabætur sýnist mér. Af hverju heitir þetta "barnabætur"?? Hvað er verið að bæta mér? Hélt maður fengi bætur ef maður yrði fyrir einhverju tjóni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.