Kíkti sá og sigraði!

Ákvað að kíkja á Langa Manga í kvöld. Þar var spurningarkeppnin Drekktu betur í gangi. Það eru kannski 2 eða 3 ár síðan ég kíkti síðast á þessa keppni. Og er þetta þá kannski í 2. eða 3. skiptið sem ég tek þátt. Þemað var grínmyndir. Þegar ég mætti 10 mínútum í níu í kvöld, voru nokkrir mættir. Þar á meðal Þór Péturs og Sara, og svo Óli Tryggva. Ég plantaði mér hjá þeim með einn öl. Ég og Óli ákváðum að vera saman í liði. En hann ætlaði helst að skipta mér snarlega út ef einhver sæt stelpa myndi koma inn. Við enduðum með 24 stig í leikslok. Vorum því efstir með Sæla og frú. Þannig að maður þurfti að hlaupa og pissa og skella sér í bráðabana. 3 spurningar voru lagðar fyrir okkur. 1. spurning var: Hver lék Robin Hood í Men in tights. Óli hafði það. Eitt stig. Hver talaði fyrri asnann í Shrek var spurning númer 2. Það vissum við báðir. 3. spurning var: Hvar gerist myndin 51st Date? Ég gat hana. Í verðlaun var kassi af Thule. Og þurfti ég að dröslast með 2 kippur af hálfslíters bjór heim.

Á morgun tek ég flugið norður til Akureyrar. Stefnan er tekin á tónleika með Hjálmum annað kvöld og svo námskeið daginn eftir. Tókst að kynnast aðeins þessum Akureyringum sem vinna hjá Símanum, á árshátíðinni á síðustu helgi. Hresst lið sem er örugglega spenntara fyrir því að djamma með mér og  austfirðingunum heldur en þessu námskeiði.
Byrja á því að fljúga til Reykjavíkur. Þar hitti ég Sæunni, Svövu og Elmu á flugvellinum. Því ég þarf að bíða í klukkutíma eftir næsta flugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það var eins gott að það kom engin sætari en þú inn...

Oli (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband