Gúggl

Hef stundum gúgglað sjálfan mig (farið á google.com og skrifað t.d "denni").  Prufaði nú að skrifa fullt nafn. Fann þá 6 ára gamla frétt frá Símanum (þþíminn eins og Hebbi sagði).
Svona hljómaði þessi frétt:

18.02.2001 | 21:30

Starfsmenn Símans handssama vefþjófa-

Greiðslukortið var ekki á nafni

viðskiptavinar Símans og pakkinn var ekki sendur á heimilisfang hans heldur

á annað heimilisfang.



Haft var uppi á viðskiptavini vefverslunar Símans. Hann kannaðist ekki við

að hafa verslað á vefnum og bjó ekki á því heimilisfangi sem pakkinn var

sendur til. Að því búnu var haft samband við greiðslukortafyrirtækið en þá

kom í ljós að eigandi kortsins hafði ekki sjálfur heimilað úttekt hjá

vefversluninni. Önnur pöntun barst á sama hátt og þegar hér var komið sögu

var lögreglan kölluð til.



Jóhann Snorri Sigurbergsson, aðstoðarverslunarstjóri, ásamt lögreglumönnum

í ómerktum lögreglubíl fór á staðinn til þess að afhenda gervipakka og var

parið þá handtekið. Að sögn lögreglunnar höfðu þau um 700 þúsund upp úr

krafsinu áður en þau náðust. Það kom í ljós að þau höfðu tekið afrifur, sem

viðskiptavinir verslana höfðu ekki hirt um að hirða, og notað þær síðan í

sínum viðskiptum. Þetta ætti að vera áminning til fólks um að taka til

handargangs kvittanir, sem það fær afhent í verslunum og varðveita.

frétt endar;

Ég man eins og þetta hafi gerst í gær. Þetta var svo spennandi. Þetta voru bara smápúkar sem reyndu þetta.
Í staðinn sendi framkvæmdastjórinn mig út að borða með Sæunni, og var nokkuð sáttur.

 

Næsta útkoma eftir að hafa gúgglað mig fullu nafni. Kom þetta:

Íraskir dagar settir á Silfurtorgi á föstudag

Íraskir dagar hefjast á Ísafirði á föstudag. Hátíðin verður sett á Silfurtorgi klukkan 17.30 þegar fánar Íslands og Íraks verða dregnir að húni og þjóðsöngvar landanna leiknir. Um kvöldið verður írösk stemmning allsráðandi á kaffihúsinu Langa Manga þar sem boðið verður m.a. upp á íraska kjötsúpu. Að kvöldi laugardags klukkan 20 hefst írösk matarveisla í Edinborgarhúsinu þar sem farið verður yfir sögu landsins og boðið upp á framandi rétti. „Flest bæjarfélög halda svona svipaðar hátíðir, írska daga, danska daga og færeyska daga svo eitthvað sé nefnt. Það voru bara flest lönd frátekin þannig að Írak varð fyrir valinu. Enda Írak mikið í umræðunni. Við vildum því vekja athygli á menningu og þjóð Íraks“, segir Steingrímur Rúnar Guðmundsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar.

Það sem maður er gabbaður út í. Þessi hátíð var blásin af vegna lélegrar þátttöku.
Ef maður gúgglar svo "Denni", þá endar maður bara á útlenskum klámsíðum. Eða endar á gömlu síðunni minni, eða nafna míns Ólafssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband