Þetta er fínt hljóðfæri fyrir þig á köldum vetrarkvöldum

orgelFyrir ári síðan. Bar ég inn þetta orgel. Þetta var með því fyrsta sem ég kom með í íbúðina okkar í júlí í fyrra.
Sæunn var ekkert voðalega hrifin af þessu nýja stofustássi þá. Stelpurnar voru voðalega hrifnar samt. Þetta er fínasta Yamaha orgel. Ekki hugmynd hvað það er gamalt. Ég opnaði það um daginn og hreinsaði ansi mikið ryk úr því.
Það getur verið ansi gaman að stilla það á diskó takt og spila á það, eftir nokkra bjóra. Nú vantar mig pláss fyrir húsgögn í stofunni minni. Þetta orgel er því í boði á tónelskt heimili, ef einhver vill. Efra nótnaborðið er samt í smá lamasessi og eflaust þarf að spreyja kontakt spreyi á takkann sem stjórnar temopóinu.
Þeir sem hafa áhuga, sendið mér línu steingrimur@simnet.is . Ég skal hjálpa við að bera það niður af 3. hæð ef þörf er á.

Mæli svo með að sá sem eignast það læri þetta lag. Við sjáum myndband:


Fóstbræður? Nei alls ekki.

Þetta er eins og hugmynd af skets í Fóstbræðrum.


Bloggfærslur 6. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband