Nú vantar bara hendur tvær.

DSC00341DSC00340DSC00342Þessa dagana er bara þetta brúðubrölt sem kemst að. Samt er verið að undirbúa jólin. Hef voðalítið um skrifa annars.
Fyrir þá sem fylgjast með brúðugerðinni, þá er ég nánast búinn með þennan dreng. Vinnuheitið á honum gæti verið Óli Bítill. Svona til að fólk átti sig á stærðinni á honum, þá er hann í hlýrabol af mér!.......... OK OK!! Hann hljóp mjög mikið í þvotti! Sæunn kemst í hann. Kannski hann passi í boli og svona af Sæunni. Svona persónulega er þessi brúða of stór. En ekkert of þung samt. Veit ekki hvað ég geri við hann. Þetta er skemmtilegur karakter. Og ansi skemmtilegt að gera hann.
Það hefur verið bæði hringt í mig og einnig komið til mín og spurður hvort ég sé farinn að selja eitthvað af þessum brúðum. En því miður, þá á ég ekki nógu margar fullgerðar og nógu fullkomnar brúður til að láta frá mér. Það er mjög erfitt að verðleggja þessar brúður. Oft á tíðum hafa farið mikill tími í sumar og maður tímir ekki að láta þær frá sér. En samt blundar svolítið í mér að gera nokkur stykki af einni útgáfu sem ég hef gert til að láta frá mér. Hef líka fengið líka óskir sem erfitt er að uppfylla. En ef einhver kemur með sniðuga hugmynd, sem er framkvæmanleg ætti að vera lítið mál að klára dæmið fyrir smá pening. Það er auðvelt að halda niðri efniskostnaði.


Bloggfærslur 21. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband