Svava Rún Kvartar af og til yfir því að ég geri aldrei stelpur. Því var reddað núna. Að vísu er ég með eina hárlausa sem ég gerði fyrir löngu. Bara fann ekki rétta hárlitinn á hana. En þetta er skvísa með varalit og læti. Tókst að brenna mig nokkrum sinnum á fingrum af límbyssunni. Myndi segja að þetta eintak sé fjarskafallegt. Þar sem lím fór aðeins til spillis hér og þar.
Gerði smá tilraunir með augu núna. Augun eru gerð úr plastskeiðum, sem ég handmálaði svo augun á. Og tókst að búa til augnlok og augnhár á. Smá bras og er eiginlega fljógerðustu brúður sem ég hef gert. Hún er ennþá handalaus. Því verður reddað á næstunni. Svava Rún hefur svo verið að finna kjól á hana.
Bloggar | 2.11.2008 | 16:33 (breytt kl. 17:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)