Færsluflokkur: Matur og drykkur

Matvara í vínbúðirnar?

Að hætti Baggalúts. Má ekki snúa þessu bara við eins og Baggalútur setur upp? Matvöruna bara í vínbúðirnar.
Ef maður fer á Hólmavík og Patreksfjörð til dæmis. Þá er þetta hægt. Því þar hýsir sama húsið, matvörubúð og ÁTVR. Bara ekki sami kassinn.Prohibition-Drinking

 

 

 

 

 

 


Kaffi..

coffee82-ler fíkniefni...

Datt í hug í gær að prufa að fá mér kaffibolla. Það hef ég ekki gert í c.a 1 og hálft ár. Mér var kalt og eitthvað illa sofinn. Fékk mér einn meðalbolla úr þessari fínu vél sem við deilum með Glitni.  Eftir bollann var mér orðið hlýtt. En svo fór hjartað af stað. BÚMM BÚMM BÚMM!! Nasavængirnir fóru að taka kipp og maður varð allur örari.
Fyrst þegar þessi kaffivél var keypt, fylgdi með eitthvað voða fancy kaffi að ég tel. Svo þegar sá poki var búinn, var byrjað að kaupa eitthvað normal kaffi að ég held, því ég veit ekkert um kaffi. Eftir þennan góða poka var ég kominn örlítið á bragðið. Og fékk mér alltaf lítinn bolla á dag. Svo urðu þeir fleiri. Eftir vinnudaginn var ég orðinn frekar ör og pirraður. Ákvað að hætta kaffinu bara, fannst mér það ekki gott lengur, heldur sótti ég í koffínið. Mér finnst góð lykt af því, og í lagi að sötra smá bolla með sykri. En ég gæti ekki staðið á þambinu allan daginn. Af hverju er ekki hægt að bjóða upp á kók með örlítið meira koffíni?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband