Færsluflokkur: Spaugilegt
Datt í hug að þessi fyrirsögn myndi kannski grípa þig!
Í gær settist ég við saumaskap og það í höndum. Mér leið eins og lækni að tjasla saman öryggisverði í 10/11. Nei má ekki segja svona.
En búinn er ég að setja saman grunn að höfði. Held að Sæunn sé endanlega að fá nóg af þessu brölti mínu. Hér fyrir neðan sjáið þið þetta samansaumað. Takið eftir, á einni myndinni er gamla saumavélin hennar ömmu heitinnar. Græn og flott. Og virkar vel. Hún er eldri en ég, að ég held.
Næst er að klæða hausinn með einhverju sniðugu. Og kannski búa til eyru og augu sem blikka er nauðsyn.
Spaugilegt | 29.4.2008 | 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veit ekki hvort fólk sé búið að fá nóg af þessu puppet brölti mínu. En ég er svona mest að skrá þetta fyrir sjálfan mig, hvað ég er að gera hvenær.
Á flakki mínu fyrir helgina, rakst ég á síðu sem heitir puppethub.com, og þar sameinast brúðunördar heimsins sýnist mér. Allt frá amatörum eins og mér og upp í atvinnumenn. Þannig að ég er ekki einn í heiminum lengur. Óska eindregið eftir íslenskum nördum í þessum geira. Ætli skapari Gláms og Skráms sé kominn á elliheimili? Nei, hann hlýtur að vera að gera eitthvað sniðugt í dag.
Fyrir helgina átti ég spjall við drengi frá Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi um þessa blessuðu smíði mína. Einn af þeim átti fínar teikningar af svampbrúðum. Þar sem ég átti heila dýnu af svampi, ákvað ég að sníða með hjálp Sæunnar. Hún eiginlega tók völdin af mér og skar út sniðin fyrir mig. Henni leið eins og skurðlækni veifandi hárbeittum hnífnum. Hér fyrir ofan sjáið þið hvað ég er kominn langt. Til að útskýra hvað er á myndinni, er þetta hálfgerð hauskúpa. Fyrir ofan er framhlutinn og sést móta fyrir munnopi og fyrir neðan er afturhluti kúpunnar. Næsta skref er að koma þeim saman og ákveða svo endanlegt útlit. Kannski geri ég eitthvað brjálað fjólublátt skrímsli. Kökuskrímsli eins og Svava stakk upp á. Ég er strax kominn með brunablöðrur á fingurnar eftir heitt límið. Ég er ekki að nota rétta límið. En í spenningi mínum ákvað ég að byrja strax.
Ég tek enn við svampi! Líka ef fólk á loðið áklæði eða eitthvað efni sem er svolítið loðið og flöffí.
Spaugilegt | 28.4.2008 | 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)