Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Höfuðkúpan samansaumuð

Datt í hug að þessi fyrirsögn myndi kannski grípa þig!

Í gær settist ég við saumaskap og það í höndum. Mér leið eins og lækni að tjasla saman öryggisverði í 10/11. Nei má ekki segja svona.
En búinn er ég að setja saman grunn að höfði. Held að Sæunn sé endanlega að fá nóg af þessu brölti mínu. Hér fyrir neðan sjáið þið þetta samansaumað. Takið eftir, á einni myndinni er gamla saumavélin hennar ömmu heitinnar. Græn og flott. Og virkar vel. Hún er eldri en ég, að ég held.
Næst er að klæða hausinn með einhverju sniðugu. Og kannski búa til eyru og augu sem blikka er nauðsyn.

svampur2svampur3svampur4


Andk..bííííb


Hér fáum við að kíkja inn í 21 sekúndu í ísfirskri skólastofu og kynnumst smá orðaforða. Við sjáum mynd.
Af hverju nota kennarar ekki bara THE F WORD?


Góður draumur maður

Ég er farinn að sofa betur og við öll fjölskyldan held ég, upp á síðkastið. Enda farinn að dreyma aftur.

Í nótt dreymdi mig að ég væri að fara að spila á tónleikum á Ingólfstorgi með engum öðrum en Ásbirni Kristinssyni. Sumir þekkja hann undir nafninu Bubbi Morthens. Það var orðin fín stemning á torginu. Það var ákveðið að við myndum allir labba frá bókabúðinni þarna niður í bæ (Eymundsson í Austurstræti) og niður á torg og beint upp á svið. Hljómsveitarmeðlimirnir voru ekki af verri endanum. Við löbbuðum út um dyrnar á bókabúðinni. Í tvöfaldri röð löbbuðum við af stað. Fremstir voru Bubbi sjálfur og svo Eyjólfur gítarleikari í SSSól. Á eftir rölti ég og svo bloggbassaskáldið sjálft Jakob Smári Magnússon. Á leiðinni er ég að spá í hvaða lög eigi að taka, því ég mundi ekki eftir að hafa mætt á neina æfingu. Enda engin þörf fyrir það hoho! En ég slæ létt á öxlina á Jakobi og spyr: Helduru að við tökum ekki Blindsker?" Þá segir Jakob: "Nei, hann Bubbi nefndi það ekki". Svo veit ég ekki fyrr en ég stend baksviðs með gítar og tilbúinn að setja í samband. Ég geng að Bubbanum og spyr hvort eigi ekki að telja í Blindsker (goggle.com fyrir þá sem vita ekki hvað Blindsker er ). Bubbi var frekar fámáll og vildi lítið ræða lagalistann og vildi ekki taka þetta fína lag.
Ég vaknaði nú áður en ég komst á svið. Læt ykkur vita síðar hvort það verði framhald á.

Sæunn heldur að þetta sé eitthvað tengt því að Bubbi sé að koma vestur og leita að fronti í "Bandið hans Bubba".


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband