Steingrímur Rúnar Guðmundsson
Ég er fæddur áður en Rokk í Reykjavík var gefin út.
Á virkum dögum sinni ég starfi verslunarstjóra Netheima á Ísafirði, en um helgar sinni ég tónlistaráhuganum.
Ég er gamall skáti og er með sjókokkaréttindi án þess að ég hafi verið á sjó.
Ég á svolítið af kassagíturum.
Ég bjó á Akureyri í 5 vetur. Og var 1 sumar í Hrísey og bjó í verbúð sem heitir Hæli, sem var einmitt heimili Mugisons.
Ef þig vantar trúbador til að skemmta þér og þínum eyrum, sendu mér línu.
Nýjasta áhugamálið mitt er brúðugerð. Þá er ég ekki að tala um puntudúkkur. Er að tala um handbrúður eins og Kermit, Glámur og Skrámur t.d. Brúður með karakter.