Guns n Roses - Ukulele version

Ukulele Eftir að mér var sagt upp vinnunni í maí, þá ákvað ég að vera góður við sjálfan mig og kaupa mér nýtt hljóðfæri. Ukulele varð fyrir valinu. Þetta er pínkulítið 4ja strengja hljóðfæri, held að það sé ættað frá Hawaii. Eftir að hafa lært nokkur grip á það, þá þurfti ég að senda það í viðgerð. En svo fékk ég það aftur í hendurnar og hef varla snert gítar heima síðan. Þetta er fínt hljóðfæri fyrir lata gítarleikara eins og mig. Fínt að sitja upp í sófa og láta þetta hvíla á bumbunni og slá á þetta.
Þar sem ég byrja aðeins seinna að vinna á daginn en aðrir, þá ákvað ég að koma mér á fætur og fá mér hollan morgunverð í sólskininu í eldhúsinu. Stökk svo til og kveikti á tölvunni hennar Sæunnar og strömmaði inn klassík frá Guns n Roses. Kannski var þetta tökulag hjá Guns n Roses? Einhver fræðir okkur bara betur á því í kommentum síðar. Tékkið á morgunupptöku hjá mér hér til hliðar í spilaranum.
I used to love her - Ukulele version.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með Ukulele-ið, ég á eitt slíkt líka, keypti það þegar ég var á Hawaii fyrir nokkrum árum. Virkilega gaman að spila á það. Vandamálið við mitt Ukulele er að það er svolítið falskt enda örugglega erfitt að fá gæða hljóðfæri á $60 :)

Solla (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 12:42

2 identicon

ég á 2 ukulele... annað úr timbri en hitt úr brassi.. geggjað flott og hrikalega skemmtilegur hljómur í því

hilmar örn (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband