Blogg.....?

Á maður að byrja að blogga aftur???

Think for Yourself

Já góða kvöldið!
Búinn að vera bara fastur í einhverju öðru en að blogga. Brúðugerð í lægð líka. Mest að dunda mér við gítarleik. Búinn að taka nokkur kvöld með gítarinn hér og þar. Bara gaman að því. Er líka mikið að föndra bara við að læra á hin og þessi upptökuforrit. En þar sem ég maður er lítið að búa til sitt eigins efni, þá er bara að leita í smiðju hjá hinum og þessum snillingum. Efst í spilaranum hér til hægri var að bætast við Bítlalagið Think for yourself. Dillandi skemmtilegt lag.
Þarna spilaði ég inn 4 gítara, bassa, orgel, söng og bætti við helling af röddum. Þetta var farið að hljóma eins og Beach Boys. Látum sönginn hljóma!


Nú vantar bara hendur tvær.

DSC00341DSC00340DSC00342Þessa dagana er bara þetta brúðubrölt sem kemst að. Samt er verið að undirbúa jólin. Hef voðalítið um skrifa annars.
Fyrir þá sem fylgjast með brúðugerðinni, þá er ég nánast búinn með þennan dreng. Vinnuheitið á honum gæti verið Óli Bítill. Svona til að fólk átti sig á stærðinni á honum, þá er hann í hlýrabol af mér!.......... OK OK!! Hann hljóp mjög mikið í þvotti! Sæunn kemst í hann. Kannski hann passi í boli og svona af Sæunni. Svona persónulega er þessi brúða of stór. En ekkert of þung samt. Veit ekki hvað ég geri við hann. Þetta er skemmtilegur karakter. Og ansi skemmtilegt að gera hann.
Það hefur verið bæði hringt í mig og einnig komið til mín og spurður hvort ég sé farinn að selja eitthvað af þessum brúðum. En því miður, þá á ég ekki nógu margar fullgerðar og nógu fullkomnar brúður til að láta frá mér. Það er mjög erfitt að verðleggja þessar brúður. Oft á tíðum hafa farið mikill tími í sumar og maður tímir ekki að láta þær frá sér. En samt blundar svolítið í mér að gera nokkur stykki af einni útgáfu sem ég hef gert til að láta frá mér. Hef líka fengið líka óskir sem erfitt er að uppfylla. En ef einhver kemur með sniðuga hugmynd, sem er framkvæmanleg ætti að vera lítið mál að klára dæmið fyrir smá pening. Það er auðvelt að halda niðri efniskostnaði.


Hár, hár, hár, nú fer kallinn alveg að verða klár.

DSC01205Fékk loksins hár á kauða. Get voðalega lítið gert í viðbót.....í bili. Vantar meira flís. Fékk fína Bítlakollu á drenginn. Svo fær hann bráðum augabrúnir áfastar hehe.

Þróun "Svampfinns"

DSC00314DSC00317meðaugumDSC00327DSC00335Augu eyru, munnur og nef. Þetta var smástökk um helgina. Bætti við eyrum í morgun. Bíð eftir hári

Einn ég sit og sauma

DSC00327DSC00328DSC00329DSC00330Fékk í gær límsprey. Byrjaði í morgun aðeins að eiga við þennan haus sem ég hef verið með í smíðum. Límdi niður andlitið og saumaði niður sár sem þurfti að loka. Ég var eins og lýtalæknir á köflum. Þurfti að læra nýtt spor og allt. Á eftir að líma augun, og ákveða augabrúnir. Tyllti þessu bara aðeins fyrir myndatöku. Svo fær hann fullkomið hár með greiðslu hehe. Er bara að verða búinn með flísið. Þarf að senda einhvern í Rúmfatalagerinn. Því búkinn þarf að klæða líka. Þessi brúða er eflaust sú flóknasta og skemmtilegast sem ég hef smíðað.

Ítreka enn og aftur. Ef einhver luma á litaglöðum loðnum efnum. Og þarf að losa sig við. Endilega láta mig vita. Það má henda á mig pokum í vinnuna.


Nip & tuck

meðaugumJæja nú er verið að græða skinn á greyið. Bíð eftir að fá lím til að klára að festa andlitið á gaurinn. Eitthvað eiturspreylím virkar best. Rándýrt! Svo þarf að klippa burtu afgangana svo hann sé ekki með kalkúnaháls og aukaskinn á enninu. Svo verður þetta saumað saman á nokkrum stöðum. Spennandi! Já auðvitað fær hann eyru, hár og augabrúnir.

Mannlegra útlit?

DSC00314DSC00316DSC00317Er að prufa form sem ég fékk frá einum sem kallar sig Dr. Puppet. Menn taka upp Dr eitthvað í fleiri greinum en poppi. Með þessu ætla ég að reyna að skapa brúðu með manneskjulegra útlit heldur en ég hef unnið með. Þetta krot framan í honum er bara riss hjá mér. Bara til að staðsetja hluti. Skóp á hann enni og munn. Næst er að smíða upp í hann munnplötu, nef og augu. Klæðann svo einhverju skinni. Samt ekki úr manni. Bara flís hoho.

Fékk skemmtilegt símtal stuttu eftir að viðtalið birtist við mig á RÚV um daginn. Það gæti farið að verða svolítið að gera hjá mér í þessu brúðubrölti. En það á eftir að skýrast vonandi á næstu vikum hvort verði úr þessu. Við erum þá að tala um ALL nokkrar brúður. Spennandi og skemmtileg verkefni skal ég segja ykkur.
Ef einhver er að taka til í geymslunni sinni eða skápum, og er að fara að henda litríkum loðnum efnum, þá má hinn sami senda mér línu eða bjalla, er í símaskránni/ ja.is .


Kallinn í kassanum

Ingvar og fleiri voru að spyrja hvort og hvar ég hafi verið í imbanum. Þá var það hérna.

Í vinnslu

DSC00312

Er að reyna að færa þetta brúðdæmi á annað plan. Og er að dúlla mér í þessum haus hérna. Þetta er í raun hauskúpan og svo koma fleiri andlitsdrættir fram og seinna augu og skinn utan um. Bara gaman að þessu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband